Vörumerkjarýni Birtingahússins miðar að því að aðstoða fyrirtæki við uppbyggingu vörumerkja og skilgreina leiðir til að auka vörumerkjavirði til lengri tíma. Að vinnu lokinni eiga vörumerkjastjórar, markaðsstjórar og aðrir sem koma að markaðssetningu að hafa skýra sýn á vörumerkið, stöðu þess gagnvart samkeppnismerkjum og hvaða leiðir skal fara í uppbyggingu þess.

Skýr markmið og framtíðarsýn

Við uppbyggingu vörumerkis þarf að skoða markhópa, keppinauta og staðfærslu vörumerkis.

 

Með staðfærslu er átt við þá mynd sem við viljum ná fram í huga neytenda, þ.e. það sem er sameiginlegt og það sem aðgreinir okkar vörumerki frá samkeppnismerkjum. Framtíðarsýn, skýr markmið og aðgerðaáætlun til að ná þeim markmiðum sem sett eru fram eru forsenda þess að við náum árangri.

 

 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is