Viltu vita meira um samkeppnisaðila eða neytendur? Markaðsgreining Birtingahússins, samkeppnisgreining og neytendagreining, veitir auglýsendum annars vegar upplýsingar um hlutdeild á auglýsingamarkaði (sjónvarp, dagblöð og tímarit) og hins vegar upplýsingar um neytendahegðun, svo sem kaupáform, val á vörumerkjum, fjölmiðlaneyslu og fleira. 

Samkeppnisgreining

Með samkeppnisgreiningu fá auglýsendur upplýsingar um hlutdeild sína á auglýsingamarkaði (share of voice) og hlutdeild keppinauta.

Samkeppnisgreining Birtingahússins veitir fyrirtækjum upplýsingar um stöðu gagnvart keppinautum, hvernig vægi einstakra miðla er háttað á auglýsingamarkaðnum og þróun auglýsingabirtinga. Hægt er að greina hlutdeild út frá auglýsendum, vöruflokkum og einstökum vörumerkjum.

Neytendagreining

Upplýsingar um neyslu, kaupáform eða val á vörumerkjum veitir auglýsendum innsæi um vörumerki og neytendahegðun. Hægt er að greina neytendahegðun og neyslu á vörumerkjum eftir lýðfræðilegum breytum (aldur, kyn, búseta, tekjur) en einnig eftir áhugamálum og lífstílshópum og fleira. Upplýsingarnar gagnast vel við undirbúning markaðsherferða, við auglýsingagerð og við mat á árangri markaðsstarfs.

 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is