Birtingahúsið veitir auglýsendum faglega ráðgjöf um markaðssetningu, auglýsingabirtingar og uppbyggingu auglýsingaherferða. Í þessu felst þekking á notkun fjölmiðla og samhæfðum aðgerðum í markaðssetningu vörumerkja. Skilningur á þörfum auglýsenda, þekking á virkni og notkun fjölmiðla, færni í samningum, árangursmælingum og eftirfyglni er lykillinn að faglegri birtingaráðgjöf Birtingahússins. Markmið okkar miðar ávallt að því að hámarka árangur auglýsinga og nýtingu auglýsingafjár fyrir viðskiptavini okkar. 

Gerð birtingaáætlana

Þjónusta Birtingahússins byggir á faglegri ráðgjöf um æskilegt auglýsingaáreiti, nákvæmum birtingaáætlunum, gerð samninga við fjölmiðla og fjárhagslegu utanumhaldi. Birtingahúsið sérhæfir sig í mótun boðmiðlunarstefnu fyrir fyrirtæki, gerð birtingaáætlana og er algerlega óháð framleiðslu auglýsinga. Þannig tryggjum við að að ráðgjöf okkar byggi á faglegum grunni og taki mið af þörfum auglýsenda. 


Hjá Birtingahúsinu starfar vel menntað starfsfólk með áralanga reynslu af markaðssetningu og gerð birtingaáætlana. Við erum með sérfræðinga á sviði netmarkaðssetningar, leitarvélabestunar og notkun samfélagsmiðla. Hafðu samband í síma 569 3800 og kynntu þér þjónustu Birtingahússins.

Gæðamál

Hjá Birtingahúsinu eru innri gæðamál í fyrirrúmi. Við leggjum mikla áherslu á ábyrgð og rekjanleika ásamt stöðugri upplýsingagjöf til viðskiptavina. Allar birtingaáætlanir og upplýsingar um auglýsingakaup eru skráð í birtingakerfi sem er aðgengilegt auglýsendum í gegnum heimasvæði viðskiptavina. Ábati auglýsenda er verulegur og felst meðal annars í fullkomnum rekjanleika, virku innra eftirliti og háu þjónustustigi.


Staðsetningin

Ekki fleiri birtingar heldur betur staðsettar birtingar! Staðsetning birtingar skiptir verulegu máli þegar kemur að því að meta verðmæti þeirra. Því þarf að vanda til verka svo hámarka megi líkurnar á því að neytendur hafi tækifæri til að sjá auglýsingarnar okkar.

 

 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is