top of page
netdeild

Veðurtengdar auglýsingar

Það er staðreynd að veðurfar er langflestum Íslendingum mjög hugleikið og þá sérstaklega á sumrin. Nú hefur auglýsingamarkaðnum tekist að beisla veðrið í sína þágu með því að nýta rauntíma veðurupplýsingar til að ákveða hvernig – og hvaða - auglýsingar eru birtar.


Í nýjustu markaðsherferð Krónunnar er hið klassíska íslenska sumarveður í algleymingi, þá rok, rigning og þessi dagur þar sem sést til sólar og Ísland verður allt í einu eyja í Karíbahafinu.


Nýja auglýsingatæknin, sem kemur úr smiðju Púls Media, tengir saman núverandi veðurskilyrði og viðeigandi auglýsingu og birtir beint á umhverfismiðlum. Það er þá lifandi áminning um að þó rigni þá sé alltaf hægt að grilla. Í boði er að tilgreina staðsetningu auglýsinganna, auk þess eru nokkrar veðurstillingar sem hægt er að velja úr, þar á meðal vindur, hitastig, skýjafar og rigning.


Krónan er fyrsti viðskiptavinur Birtingahússins til að nýta sér þessa tækni og hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir, enda eru auglýsingarnar, úr smiðju Brandenburg, vægast sagt stórskemmtilegar.

67 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page