Birtingahúsið býður nú upp á miðlæga stjórnun auglýsingabirtinga í útimiðlum (OOH-miðlum). Þetta þýðir að starfsólk Birtingahússins getur nú uppfært í rauntíma bæði úti- og netmiðla samtímis með einföldum hætti, allt frá risastórum stafrænum (digital) auglýsingaskiltum við umferðargötur borgarinnar niður í litla sjónvarpsskjái inn í verslunum og allt þar á milli. Þjónusta Birtingahússins felur í sér aukna möguleika í samhæfingu skilaboða á útimiðlum og netmiðlum, stjórnun auglýsingabirtinga verður markvissari og ávallt tryggt að rétt skilaboð birtist á öllum miðlum samtímis.

Eftir því sem við komumst næst þá er þetta í fyrsta skipti sem slík miðlæg þjónusta er í boði hér á landi fyrir útimiðla. Viðskiptavinir Birtingahússins nýttu sér þessa möguleika í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu á dögunum og birtu mismunandi skilaboð á útimiðlum og netmiðlum samtímis í samræmi við úrslit leikja hjá íslenska landsliðinu.

Þessi nýja lausn býður ekki eingöngu upp á einfalda leið fyrir auglýsendur til að vera með puttann á púlsinum heldur eykur hún einnig hægræði fyrir auglýsendur varðandi utanumhald og eftirfylgni. Auglýsendur fá þægilegri yfirsýn yfir þær auglýsingar sem eru í gangi á hverjum tíma og rekjanleiki birtinga er mun betri, því hægt að skoða aftur í tímann hvað var að birtast hvar og hvenær og taka út árangur eftir því hvað var auglýst.

Birtingar á útimiðlum á Íslandi hafa aukist mikið síðastliðin misseri og því fellur þessi nýja þjónusta vel að þeirri þróun.

Nánar má fræðast um adserving þjónustu Birtingahússins hér: https://birtingahusid.is/markadssetning-a-netinu/adserving

Kemur vefsíðan þín í niðurstöður leitarvéla eða ertu ósýnilegur?

Bestun fyrir leitarvélar snýst um að auka líkurnar á að vefsíðan þín birtist ofarlega í almennum leitarniðurstöðum leitarvéla (organic search). Stór hluti  fólks leitar að upplýsingum um vörur og þjónustu á netinu og sýnileiki á leitarvélum er öllum fyrirtækjum mikilvægur.

Hafðu samband við okkur í síma 569 3800 og við aðstoðum.

 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is