Birtingahúsið býður nú upp á miðlæga stjórnun auglýsingabirtinga í útimiðlum (OOH-miðlum). Þetta þýðir að starfsólk Birtingahússins getur nú uppfært í rauntíma bæði úti- og netmiðla samtímis með einföldum hætti, allt frá risastórum stafrænum (digital) auglýsingaskiltum við umferðargötur borgarinnar niður í litla sjónvarpsskjái inn í verslunum og allt þar á milli. Þjónusta Birtingahússins felur í sér aukna möguleika í samhæfingu skilaboða á útimiðlum og netmiðlum, stjórnun auglýsingabirtinga verður markvissari og ávallt tryggt að rétt skilaboð birtist á öllum miðlum samtímis.

Eftir því sem við komumst næst þá er þetta í fyrsta skipti sem slík miðlæg þjónusta er í boði hér á landi fyrir útimiðla. Viðskiptavinir Birtingahússins nýttu sér þessa möguleika í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu á dögunum og birtu mismunandi skilaboð á útimiðlum og netmiðlum samtímis í samræmi við úrslit leikja hjá íslenska landsliðinu.

Þessi nýja lausn býður ekki eingöngu upp á einfalda leið fyrir auglýsendur til að vera með puttann á púlsinum heldur eykur hún einnig hægræði fyrir auglýsendur varðandi utanumhald og eftirfylgni. Auglýsendur fá þægilegri yfirsýn yfir þær auglýsingar sem eru í gangi á hverjum tíma og rekjanleiki birtinga er mun betri, því hægt að skoða aftur í tímann hvað var að birtast hvar og hvenær og taka út árangur eftir því hvað var auglýst.

Birtingar á útimiðlum á Íslandi hafa aukist mikið síðastliðin misseri og því fellur þessi nýja þjónusta vel að þeirri þróun.

Nánar má fræðast um adserving þjónustu Birtingahússins hér: https://birtingahusid.is/markadssetning-a-netinu/adserving

Samfélagsmiðlar er vettvangur þar sem fyrirtæki geta átt samtal við neytendur, heyrt milliliðalaust frá þeim hvað við getum gert betur svo þeir verði ánægðari með vörurnar og þjónustuna okkar.

Samfélagsmiðlar eru vettvangur lærdóms þar sem fólk getur aflað sér þekkingar, lært hvert af öðru og deilt hvert með öðru.

icon-twitter    icon-facebook    Google+

 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is