Þjónusta Birtingahúsið felst í aðstoða fyrirtæki við að móta stefnu um notkun samfélagsmiðla og greina tækifæri sem liggja í notkun þeirra og samhæfingu við annað markaðsstarf. Við aðstoðum fyrirtæki við að auglýsa á samfélagsmiðlum eins og Facebook, setja upp auglýsingar, fylgja þeim eftir og mæla árangur af þeim.
Er fyrirtækið þitt að nýta sér möguleika samfélagsmiðla?
Í grunninn eru samfélagsmiðlar sú breyting sem hefur átt sér stað á aðferðum fólks til að finna, lesa og deila fréttum, upplýsingum og innihaldi.
Samfélagsmiðlar eru samruni félagsfræði og tækni og hafa breytt eintali fjölmiðla og fyrirtækja í samtal við almenning. Um 80% Íslendinga, 13 ára og eldri, eru á Facebook (2015) og samkvæmt rannsóknum er hlutfall þeirra sem nota Facebook vikulega eða oftar nálægt 90%.
Samfélagsmiðlar hafa opnað nýjar dyr fyrir fyrirtæki (eigendur vörumerkja) til að eiga samtal við neytendur og fá endurgjöf milliliðalaust. Fjölmörg fyrirtæki hafa nýtt sér þennan vettvang til að styrkja samband við viðskiptavini, veita betri þjónustu eða við vöruþróun svo eitthvað sé nefnt.