Fyrir jólin hefur Birtingahúsið haft þann sið að styrkja gott málefni. Kemur það í stað jólakorta eða gjafa til samstarfsaðila. Engin breyting á þessu fyrirkomulagi enda mikil kátína hjá öllum með það. Í ár styður Birtingahúsið forvarnarverkefnið Útmeð'a sem er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins gegn sjálfsvígum ungra karlmanna.

Markmið verkefnisins er að stuðla að bættri geðheilsu meðal almennings með því að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk og karlmenn, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf að halda. Sjá nánar um verkefnið á www.utmeda.is. Einnig er vert að benda á heimasíðu Geðhjálpar og Rauða krossins.

Styrkurinn verður nýttur í næsta áfanga verkefnisins en þar verður reynt að höfða sérstaklega til ungmenna.  Á myndinni er Auður Kristín Þorgeirsdóttir sem afhenti styrkinn fyrir hönd Birtingahússins ásamt Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur frá Geðhjálp og og Hönnu Ólafsdóttur frá Hjálparsíma Rauða krossins.

Birtingahúsið sendir öllum hlýjar og gleðilegar jólakveðjur með von um farsæld á nýju ári.

 

Hvað ert þú að gera á netinu?

75% 18-34 ára horfa á sjónvarpið og vafra á netinu samhliða

70% þeirra sem versla á netinu nota leit í kaupferlinu og þriðjungur kaupa á sér stað innan við 30 daga eftir að leit hófst á netinu

Þeir sem ekki huga að leitarvélum samhliða öðrum markaðssamskiptum fara á mis við dýrmætt tækifæri til að ná til neytenda.

 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is