Við aðstoðum fyrirtæki við að móta sér stefnu í notkun leitarvéla, setja upp leitarherferðir í Google leitarvélinni (Google Ads sem áður hét Adwords), skilgreina leitarorð, eftirfylgni herferða og bestun. Birtingahúsið er Google Partner og Google Adwords Certificate. Markaðssetning á netinu getur verið flókin og tímafrek. Það er mikilvægt að huga að sýnileika vörumerkja á leitarvélum eins og Google hvort sem um er að ræða kostaða tengla (kostaðar auglýsingar á leitarvélum) eða í almennum (organic) leitarniðurstöðum.

Sýnileiki á leitarvélum mikilvægur

Kostaðar auglýsingar á leitarvélum eins og Google (Google Ads auglýsingar) og Bing er árangursrík leið til að ná til neytenda og færa vörur og þjónustu (og vörumerki) nær neytendum sem eru í kauphugleiðingum.

Stór hluti neytenda sem eru að hugleiða kaup á vöru eða þjónustu nota leitarvélar á einhverjum tímapunkti. Rannsóknir erlendis benda til þess að um 70% þeirra sem eru í kauphugleiðingum noti leitarvélar til að afla sér upplýsinga áður en gengið er frá kaupum. Sýnileiki í leitarvélum, hvort sem um er að ræða kostaðar auglýsingar á leitarvélum eða almennar niðurstöður (organic) skiptir því miklu máli. Það er afar mikilvægt að huga að leitarherferðum samhliða öðrum markaðssamskiptum, þ.m.t. auglýsingum í öðrum miðlum eins og dagblöðum, sjónvarpi, útvarpi eða útimiðlum.

Rannsóknir sýna að stór hluti fólks vafrar á netinu samhliða því að horfa á sjónvarp og stór hluti fólks fer á leitarvélar og leitar að vörum eða þjónustu sem það sér auglýst í auglýsingahléi. Í þessu felast mikil tækifæri sem auglýsendur þurfa að veita athygli.

Ráðgjöf Birtingahússins miðar að því að aðstoða fyrirtæki að setja upp letiarherferðir, sjá um eftirfylgni og bestun þeirra. Markviss notkun leitarvéla og samhæfing leitarherferða við aðra miðla skilar árangri.

Frekari upplýsingar veitir Frosti Jónsson, Google Adwords Certificate

Hvað ert þú að gera á netinu?

75% 18-34 ára horfa á sjónvarpið og vafra á netinu samhliða

70% þeirra sem versla á netinu nota leit í kaupferlinu og þriðjungur kaupa á sér stað innan við 30 daga eftir að leit hófst á netinu

Þeir sem ekki huga að leitarvélum samhliða öðrum markaðssamskiptum fara á mis við dýrmætt tækifæri til að ná til neytenda.

 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is