Með Adserving Birtingahússins er hægt að stýra auglýsingaherferðum á netinu með markvissari hætti en tíðkast hefur og afla ítarlegra upplýsinga um árangur þeirra. Einnig er hægt að stýra birtingum á útimiðlum (eins og útiskiltum Billboard.is) og upplýsingaskjám í verslunum

Með Adserving er hægt að stýra því hvernig birtingum auglýsingaborða er háttað samhliða að besta (optimize) auglýsingabirtingar. Þannig er hægt að hámarka árangur og arðsemi auglýsingaherferða á netinu. Auk upplýsinga um fjölda birtinga (impressions), smelli (clicks) og smellhlutfall (smellhlutfall, CTR%) er hægt að rekja árangur auglýsingabirtinga allt niður í sölu á vörum eða þjónustu þar sem það á við (Conversion rate, COV), fjölda skráninga auk fjölda annarra möguleika sem henta hverjum og einum.

  • Markvissari stýring auglýsingaherferða á netinu (ad serving, campaign management).
  • Hámörkun árangurs (optimization). Bestun á auglýsingum sem eru í birtingu. Taka út það sem virkar ekki.
  • Ítarlegar upplýsingar um virkni vefborða og árangur s.s. hvaða borðar skila bestum árangri, hvaða vefsíður (vefmiðlar) skila bestu árangri, hvenær borðar birtast á skjá (in-screen birtingar), hvar er smellt á vefborðanna og fleira og fleira (analytics).
  • Auglýsingaeftirlit
birtingahusid-adserving
Adserving Birtingahússins er frábær leið fyrir framsækna auglýsendur sem vilja ná árangri í markaðssetningu á netinu.

Hagnýtar upplýsingar fyrir hönnuði

Það er mikilvægt að fylgja hönnunarleiðbeiningum við allra auglýsingaborða einkum þegar um er að ræða Flash eða html5 borða.  Á Adform Ad center er hægt að finna ítarlegar leiðbeiningar varðandi gerð vefborða, notkun ClickTAG í Flash borðum, þyngd og fleira og þar er einnig að prófa Flash borða til að athuga hvort þeir standist allar kröfur.  

Gerð Flash borða
HTML5 borðar 
Stærðir á Google Display borðum
 

Adserving

Marksviss stjórnun auglýsingabirtinga og árangursdrifin markaðssetning á netinu. Hvaða borðar skila bestum árangri? Hvaða vefsíður skila bestum árangri? Hvar er hagkvæmast að birta vefborða?

Með adserving Birtingahússins er hægt að afla ítarlegra upplýsinga um auglýsingabirtingar á netinu, greina árangur herferða og besta auglýsingabirtingar.

Frekari upplýsingar veitir Frosti Jónsson í síma 569 3802

 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is