Íris Hrund Bjarnadóttir

Í gær, 1. október, var sérstakur „Írisardagur" í Birtingahúsinu. Því var fagnað vel og innilega að hún hefur starfað í slétt 10 ár hjá félaginu og passað vel upp á bók- og reikningshald fyrirtækisins og sína viðskiptamenn. Samstarfsmenn gefa Írisi sína bestu einkunn. Hún er einstaklega nákvæm, úrræðagóð og afkastamikill starfskraftur.

Í tilefni þessa tímamóta var vel við hæfi að heiðra góðan vinnufélaga. Íris var send í dekur og hitti síðan vinnufélaga sína á góðum veitingastað í hádeginu. Þar var henni afhent verðskuldað frí með WOWair ásamt góðum minjagrip.

Starfsmenn, eigendur og stjórn Birtingahússins þakka Írisi kærlega fyrir árin tíu og biðja hana vinsamlegast um að njóta vel og innilega.


 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is