Það er mikilvægt að huga að leitarherferðum samhliða birtingum í öðrum miðlum svo sem dagblöðum og sjónvarpi. Stór hluti fólks sem horfir á sjónvarp leitar að auglýstum vörum á netinu. Það er því mikilvægt að fyrirtæki hugi að þessum hluta markaðsstarfsins og hvernig samspili netmiðla og gamalgróinna miðla er háttað.

Leitarherferðir eru árangursrík leið til að ná til neytenda og færa vörumerki nær neytendum. Stór hluti neytenda leitar að vörum og þjónustu á netinu. Rannsóknir benda til þess að um 70% þeirra sem kaupa í gegnum netið noti leitarvélar til að afla sér upplýsinga áður en gengið er frá kaupum.

Samspil miðla

Það er afar mikilvægt að huga að leitarherferðum samhliða öðrum markaðssamskiptum, þ.m.t. auglýsingum í öðrum miðlum eins og dagblöðum, sjónvarpi, útvarpi eða útimiðlum. Rannsóknir sýna að stór hluti fólks vafrar á netinu samhliða því að horfa á sjónvarp og stór hluti fólks leitar að vörum og þjónustu sem það sér auglýst í auglýsingahléi. Í þessu felast mikil tækifæri sem auglýsendur þurfa að veita athygli.

Ráðgjöf Birtingahússins miðar að því að aðstoða fyrirtæki að nýta leitarvélar í markaðsstarfi sínu og samhæfa notkun ólíkra miðla og hámarka þannig nýtingu markaðsfjárins.


 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is