Í aðdraganda jóla hefur Birtingahúsið styrkt eitthvað gott málefni eða góðgerðasamtök. Við höldum fast og kát í þessa hefð. Styrkveitingunni er ætlað að koma í stað jólakorta/gjafa til samstarfsaðila.  PIETA Ísland urðu fyrir valinu í ár (sjá, www.pieta.is), samtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Þau hljóta að gjöf tölvubúnað sem mun koma sér vel í ráðgjafahúsinu, PIETA húsinu við Baldursgötu 7 sem opnar í byrjun nýs árs.

Á myndinni ber að líta Selmu Thorarensen frá Birtingahúsinu og formann Pieta Ísland, Björk Jónsdóttur. Verum jákvæð, sýnum kærleik og brosum framan í lífið. Óskum öllum, nær og fjær, gleðilegra jóla með von um að nýtt ár verði farsælt.


 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is