Það er alltaf gaman og fróðlegt að skoða úttekt Interbrand á verðmætustu vörumerkjunum. Velta fyrir sér þróun síðustu ára, stöðu og framtíðarhorfum þeirra 100 merkja sem komast á listann. Eitt og annað vekur athygli, þó fátt komi mikið á óvart.   Af efstu 10 merkjunum þá eru sex fyrstu í nákvæmlega sama sæti og árið á undan (sjá neðangreinda töflu).  
 
McDonalds fer úr sjöunda sætinu og niður í níunda. Samsung fer upp um eitt sæti og Toyota tvö. Mercedes -Benz fer inn á listann, upp um eitt sæti, eftir að hafa verið í því ellefta árið 2013. Intel dettur svo út af efstu tíu, fer niður í tólfta sæti.  Af tíu efstu er McDonalds eina merkið sem ekki er með neina starfsemi á Íslandi.  Þetta er í fimmtánda sinn sem skýrslan er gefin út. Lengst af sat Coca-Cola í toppsætinu en missti það árið 2013 þegar bæði Apple og Google fóru upp fyrir.  
 
Verðmætustu vörumerkin í milljónum dollara
 
Sem fyrr þá halda mörg tækni- og samskiptavörumerkin áfram að vaxa, og það af miklum krafti. Þeirra á meðal er Facebook sem er einn af hástökkvurunum, fer upp um 86% og situr nú í 29. sæti. Í úttektinni eru tilgreind fjögur önnur merki sem bætt hafa mjög mikið við sig milli ára. Amazon er eitt þeirra og fer upp í fimmtánda sæti. Hin þrjú eru öll bílavörumerki, Volkswagen (+23%), Audi (+27%) og Nissan (+23%).  Fimm vörumerki koma inn á heildarlistann sem voru ekki á honum árið á undan. Þau eru: DHL (81. sæti), Land Rover (91. sæti), FedEx (92. sæti), Huawei (94. sæti) og Hugo Boss (97. sæti).
 

10 verðmætustu vörumerkin 2014 (í milljónum dollara) og breytingar frá 2013


 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is