Birtingahúsið hefur undanfarin ár haft þann háttinn á að styrkja eitthvað gott málefni skömmu fyrir jól, í stað þess að senda jólakort/gjafir til samstarfsaðila. Í ár kusu starfsmenn Birtingahússins að styðja Umhyggju en félagið starfar að því að bæta hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Birtingahúsið þeim smá peningastyrk auk þess að aðstoða þau með kaup á húsbúnaði fyrir orlofshúsin sem þau reka. Á myndinni er Ívar Gestsson frá Birtingahúsinu og Ragna K. Marínósdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju sem tók við styrkveitingunni í morgun. Við óskum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og vonum að komandi ár verði skemmtilega gott.

 


 
 

Hafðu samband

Staðsetning

Laugavegi 174, 3. hæð, 105 Reykjavík

Tölvupóstur

birting@birtingahusid.is

Sími

+354-569-3800