Birtingahúsið hefur undanfarin ár styrkt góðgerðarmálefni í stað þess að senda samstarfsfélögum jólakort eða gjafir.  Á því er engin breyting í ár og völdu starfsmenn félagsins að styðja Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur (sjá upplýsingar á www.kraftur.org).  Á meðfylgjandi mynd má sjá Írisi Hrund Bjarnadóttur frá Birtingahúsinu og Ragnheiði Davíðsdóttur frá Krafti sem tók á móti styrknum, Canon prentbúnaði og fylgihlutum sem hafði verið á óskalistanum.
 
Viljum nýta tækifærið og óska öllu samstarfsfólki og félögum gleðilegra jóla, með kæru þakklæti fyrir árið sem er að líða. Vonum að komandi ár verði farsælt.
 
Hátíðarkveðja!
Starfsfólk Birtingahússins
 
 

 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is