Í liðnum mánuði tilkynnti Creditinfo hvaða íslensk félög næðu inn á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2013. Einungis 1,4% af öllum skráðum félögum á Íslandi hlotnast þessi heiður - ná að uppfylla þau skilyrði sem Creditinfo setur. Það er skemmst frá því að segja að Birtingahúsið er í þessum ágæta hópi, þriðja árið í röð. Til að standast matið þurfa félög meðal annars að uppfylla eftirfarandi: Að minna en 0,5% líkur séu á alvarlegum vanskilum, að eiginfjárhlutfall sé a.m.k. 20% eða meira síðastliðin þrjú rekstrarár, að ársniðurstaðan sé jákvæð síðastliðin þrjú ár og að vera virkt fyrirtæki samkvæmt skilgreiningu Creditinfo.

Við erum vitanlega stolt af þessum árangri sem sýnir fram á gott viðskiptalegt heilbrigði. Öflug viðurkenning sem þakka ber m.a. starfsfólki, viðskiptavinum og öðru samstarfsfólki. Á myndinni má sjá stolta starfsmenn Birtingahússins taka við viðurkenningu Creditinfo á dögunum.


 
 

Hafðu samband

Staðsetning

Laugavegi 174, 3. hæð, 105 Reykjavík

Tölvupóstur

birting@birtingahusid.is

Sími

+354-569-3800