Í liðnum mánuði birti VR niðurstöður árlegrar könnunar sinnar um fyrirtæki ársins. Í þessari lang stærstu vinnumarkaðskönnun landsins eru starfsmenn fyrirtækja beðnir um að leggja mat sitt á helstu lykilþætti í vinnuumhverfi sínu. Það er skemmst frá því að segja að Birtingahúsið er enn og aftur eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR. Af þeim 263 fyrirtækjum sem uppfylltu þátttökuskilyrðin hljóta einvörðungu 30 þennan heiður.

Við erum gríðarlega stolt af þessum frábæra árangri. Hann er ekki sjálfgefinn og vonandi skorum við enn betur í framtíðinni. Þess má geta að starfsandinn hefði ekki getað mælst hærri í könnuninni! Góð og heilsteypt starfsgleði er ein af grunnforsendum þess að viðhalda og styrkja tryggð og ánægju samstarfsaðila. Á myndinni má sjá þau Þorgrím Ingason, Lovísu Árnadóttur og Ívar Gestsson hitta í mark.


 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is