Fyrir nokkru hlaut Birtingahúsið viðurkenningu frá VR fyrir að vera fyrirmyndarfyrirtæki. Um er að ræða niðurstöðu árlegrar könnunar sem gerð er á meðal VR-félaga, þar sem þeir eru beðnir um að svara ákveðnum spurningum er tengjast sínum vinnustað. Meðal þátta sem eru mældir er ímynd fyrirtækis, trúverðugleiki stjórnenda, launakjör og starfsandi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félagið hlýtur þessa nafnbót. Það hefur verið til fyrirmyndar mörg undanfarin ár og stefnan vitanlega að vera það áfram, og reyna að gera enn betur. Birtingahúsið er vitanlega stolt af niðurstöðunni og þakkar frábæru starfsfólki sínu þessar góðu kveðjur.

Frekari upplýsingar um könnunina má finna á www.vr.is Mynd: Hugi, Þorgrímur og Ívar voru á meðal gesta VR og tóku á móti viðurkenningunni


 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is