Samkvæmt úttekt Forbes á verðmætustu vörumerkjum í heimi er Apple áfram í efsta sætinu. Verðmetið á 182,8 milljarða ($), sem er um 8% aukning frá fyrra ári. Þegar listinn, sem nær yfir 100 stærstu, er skoðaður kennir ýmissa grasa. Tíu efstu merkin aukast öll í verðmæti á milli ára, flest verulega. Þrjú vörumerki fara yfir 100 milljarða dollara markið. Google, Microsoft og auðvitað Apple.

Aðilar í tæknigeiranum eru mjög áberandi. Virði þeirra vaxið mikið en fimm efstu á listanum tilheyra þeim flokki.  Eitt af hverjum fimm vörumerkjum á listanum í heild heyrir undir tæknigeirann. Langflest merkin eru einnig heitin á fyrirtækjunum sem þau tilheyra. Meðal undantekninga eru Pampers (P&G), Zara (Inditex) og Marlboro (Philip Morris). Þess má geta að Mercedes-Benz (Daimler) var hæst af þessum undantekningum og situr í 13. sæti. Tvö stór og alþjóðlega þekkt vörumerki hófu starfsemi á Íslandi á síðasta ári, eins og flestir muna. Bæði merkin í smásölugeiranum. H&M lendir í 47. sæti listans og Costco númer 86.Það má velta ýmsu öðru upp, skoða fleiri athyglisverða þætti.  Til dæmis hverjir eru stærstu auglýsendurnir í þessum hópi.  L'Oreal ver um 8 milljörðum dala í auglýsingar sinna vörumerkja, P&G 7,1 milljörðum og Amazon 6,3. Þetta eru þrír stærstu auglýsendurnir af þeim aðilum sem opinbera auglýsingafjárfestingar sínar. Ekki fæst uppgefið auglýsingafjármagn Apple en af efstu tíu þá auglýsir Amazon mest, þar á eftir Google og síðan Samsung. Auglýsingahlutfall Amazon er 3,7% af tekjum, Google 5,2% og Samsung 2,2%.

Svo getur verið skemmtilegt að skoða hver þróunin hefur verið en þessi listi hefur tekið talsverðum breytingum og það á ekki svo löngum tíma. Apple er búið að vera á toppnum síðustu árin, en árið 2010 var röðin svona á efstu tíu: Apple (#1), Microsoft, Coca-Cola, IBM, Google, McDonald´s, General Electric (GE), Marlboro, Intel og Nokia (#10). 

Hugi Sævarsson


Birtingaþjónusta

Staðsetningin

Ekki fleiri birtingar heldur betur staðsettar birtingar! Staðsetning birtingar skiptir verulegu máli þegar kemur að því að meta verðmæti þeirra. Því þarf að vanda til verka svo hámarka megi líkurnar á því að neytendur hafi tækifæri til að sjá auglýsingarnar okkar.

 

 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is