Áhugaverðir pistlar

Til gamans og fróðleiks deilum við upplýsingum hvernig miðlakaup Birtingahússins miðað við veltu skiptast eftir fyrstu sex mánuði ársins. Helstu breytingar, ef horft er á sama tímabil í fyrra, eru að hlutdeild sjónvarps hefur vaxið umtalsvert en minnkað hjá dagblöðum.  Minni miðlategundirnar, umhverfismiðlar og héraðsfréttablöð hafa stækkað mjög mikið en eru eftir sem áður lítið hlutfall af heildarkökunni.  Útvarp og tímarit hafa minnkað aðeins og lítil breyting á kvikmyndahúsunum.  Netið á svipuðum slóðum og í fyrra, en ef fram heldur sem horfir fer það fram úr dagblöðunum fyrr en síðar. Auglýsingamarkaðurinn í heild er að vaxa á milli ára.
 
 
Birtingahúsið, janúar-júní 2016
 
Sjónvarpsmiðlar spegluðu í fyrra rétt tæpan þriðjung af veltunni.  Ástæður aukningarinnar á milli tímabila geta verið nokkrar. Klárt er að Evrópumótið í fótbolta gerði heilmikið. Einnig voru stöðvarnar með dagskrárefni sem náði vel til landans.  Má þar nefna Ófærð og Ligeglad í Sjónvarpinu, Biggest Loser Ísland á SkjáEinum (núna Sjónvarp Símans) og Ísland Got Talent á Stöð 2. Einnig mynduðust talsverðir „fréttatoppar“ á tímabilinu meðal annars í kringum Wintris-málið og forsetakosningarnar.
 

Síða 1 af 34